Hafa fjölmiðlar í almannaþágu hlutverk og eru þeir nauðsynlegir?

Ingunn Ásdísardóttir, stjórnarformaður RA ses
Ingunn Ásdísardóttir, stjórnarformaður RA ses

,,Stefna akademíunnar almennt er að taka þátt í þeirri umræðu sem er í gangi í samfélaginu hverju sinni“ segir Ingunn Ásdísardóttir formaður stjórnar Reykjavíkurakademíunnar.

Málþing Reykjavíkurakademíunnar og samstarfsaðila um fjölmiðlun í almannaþágu í Iðnó þann 19. nóvember 2016 var hið fyrra af tveimur málþingum akademíunnar um þetta efni. Síðara málþingið verður haldið á næsta ári. Markmið málþinganna er að skapa gagnrýna og fræðilega umræðu um fjölmiðlun sem miði að því að vera til hagsbóta fyrir hinn almenna borgara.

,,Stefna akademíunnar almennt er að taka þátt í þeirri umræðu sem er í gangi í samfélaginu hverju sinni“ segir Ingunn Ásdísardóttir formaður stjórnar Reykjavíkurakademíunnar.

Málþing Reykjavíkurakademíunnar og samstarfsaðila um fjölmiðlun í almannaþágu í Iðnó þann 19. nóvember 2016 var hið fyrra af tveimur málþingum akademíunnar um þetta efni. Síðara málþingið verður haldið á næsta ári. Markmið málþinganna er að skapa gagnrýna og fræðilega umræðu um fjölmiðlun sem miði að því að vera til hagsbóta fyrir hinn almenna borgara.

Fjórir erlendir fræðimenn sem allir sinna fjölmiðlarannsóknum fluttu erindi og tóku þátt í umræðum. Þáð voru dr. Michael Tracey prófessor við háskólann í Coloradoháskóla í Boulder, dr. Gauti Sigþórsson fagstjóri í miðlun við háskólann í Greenwich í London, dr. Henrik Søndergaard dósent við  Kaupmannahafnarháskóla og  dr. Gunn Enli prófessor við Oslóarháskóla. Á fyrirhuguðu málþingi á næsta ári munu hins vegar innlendir sérfræðingar beina sjónum sínum  að íslenskum fjölmiðlum.

Æðisleg ráðstefna, fyrirlesararnir ofboðslega flottir

,,Mér fannst þetta æðisleg ráðstefna, mér fundust fyrirlesararnir bara ofboðslega flottir og tala um þessa hluti í því víða og stóra samhengi sem er svo aktuelt núna þegar heimurinn er undirorpinn þessum gífurlegu starfrænu breytingum“ segir Ingunn og kveðst vera ,,rosalega ánægð og montin yfir því hvað þetta hafi tekist vel og pallborðið fannst mér mjög áhugavert. Auðvitað snerist það dálítið um Ríkisútvarpið, sem er kannski óhjákvæmilegt þar sem það er eini „public service“ fjölmiðillinn hér sem  segja má að nái máli. En samt fannst mér fólk reyna að halda sig á þessum stærri nótum“.

,,Fá fjarlægðina og komast úr úr litlu umræðunni“

Að mati Ingunnar stóðst málþingið þær væntingar sem til þess voru gerðar en þátttakendur hefðu mátt vera fleiri. ,,Það var hér mikið af fjölmiðlafólki og útvarpsstjóri og  áhrifafólk í fjölmiðlun. Almenn þátttaka hefði alveg mátt vera aðeins meiri, en ég kvarta ekki“. Ingunni fannst erindi erlendu sérfræðinganna hvert á sinn hátt mjög fræðandi og upplýsandi og veita henni þá innsýn í efnið sem hún sóttist eftir, fá fjarlægð á viðfangsefnið og komast út úr þrengslunum í fræðilegri umfjöllun. ,,Allir þessir möguleikar sem að eru að opnast þótt þeir séu kannski ekki komnir hingað nema að takmprkuðu leyti í samræmi við smæð samfélagsins“. Þegar Ingunn er spurð hvort hún upplifi stöðuna öðruvísi á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, svarar hún:

,,Báðir  þessir norrænu fyrirlesarar segja mér og sýna mér það að umræðan þar er komin á miklu hærra og víðsýnna svið. Að þar eru menn farnir að takast á við raunveruleg vandamál sem fylgja þessari stafrænu þróun og farnir að  pæla af alvöru og dýpt í þeim vandamálum og möguleikum sem því fylgja, sem mér finnst við kannski ekki vera komin jafn langt í “.

,,Ég er bara mjög ánægð og mér finnst þetta bara hafa verið æðislegt“

Ingunn vill þakka styrktar- og samstarfsaðilum fyrir að hafa komið málþinginu á koppinn og streymt því á netinu um allt land, og þakkar jafnframt öllum þátttakendum á málþinginu. Fyrirhugað er að setja inn upptökur af málþinginu á heimasíðu Reykjavíkurakademíunnar. ,,Ég er bara mjög ánægð og finnst þetta hafa verið æðislegt. Dásamlegt að halda ráðstefnu í Iðnó, þessu fagra og sögulega húsi“ segir formaður stjórnar Reykjavíkurakademíunnar Ingunn Ásdísardóttir.