Hvað er fjölmiðlun í almannaþágu? 

Markmiðið með málþingsröðinni er að skapa gagnrýna og fræðilega umræðu um málefnið þar sem helstu sjónarmið fái notið sín; umræðu sem horfir til framtíðar og er óháð hagsmunum starfandi fjölmiðla. Með hugtakinu ,,fjölmiðlun í almannaþágu” (e. Public Service Broadcasting),  er átt við fjölmiðlun sem miðar að því að vera til hagsbóta fyrir hinn almenna borgara en ekki til viðskiptalegs ávinnings fyrir eigendurna. Oft á tíðum er þess konar fjölmiðlun fjármögnuð úr ríkissjóði rétt eins og hér á landi þar sem Ríkisútvarpið (RÚV) hefur haft þetta hlutverk með höndum þó ákveðnar skyldur séu einnig lagðar á einkareknu fjölmiðlana. Hin síðari ár hefur sérstaða RÚV valdið titringi á fjölmiðlamarkaði og þá sérstaklega með hliðsjón af samkeppnisstöðu gagnvart einkarekinni fjölmiðlun.