M.A. ritgerð um þátt íslenskra fjölmiðla í hruni bankanna haustið 2008 og siðferðilega ábyrgð þeirra (Grétar J.Guðmundsson, 2011).

Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í nútímaþjóðfélögum. Þeirra hlutverk er að veita borgurunum áreiðanlegar og vandaðar upplýsingar, að vernda þá með gagnrýnu aðhaldi að stjórnvöldum og öðrum, og að skapa forsendur fyrir upplýsta almenna umræðu. Gjarnan er talað um fjölmiðlana sem fjórða valdið í lýðræðisríki, en þó búa þeir ekki yfir formlega skilgreindu valdi. Fjölmiðlunum er þannig ætlað að stuðla að því að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins. Ábyrgð og skyldur þeirra eru því miklar og þess vegna eru fjölmiðlar mikilvægir.

Ritgerðin til niðurhals