Árið 2004, skipaði þáverandi menntamálaráðherra,  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nefnd til að skoða ýmis atriði er lúta að fjölmiðlum á Íslandi.  Verkefni nefndarinnar voru m.a. að gera grein fyrir eftirfarandi atriðum:

Að skoða þá þróun er á sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf
Að leggja mat á þá þróun sem fram undan er á fjölmiðlaumhverfi jafnt á Íslandi sem í Evrópu m.t.t. stafrænna útsendinga
Að fjalla um markaðsstöðu og hlutverk Ríkisútvarpsins í samhengi við aðra fjölmiðla án þess þó að gera tillögur um breytingar á lögum um stofnunina
Að skoða samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum á Íslandi og gera tillögur um til hvaða aðgerða beri að grípa til að sporna gegn of mikilli samþjöppun á eignarhaldi
Að meta hvaða breytingar og nýmæli séu æskileg í íslenskri löggjöf til samræmis við þá þróun og aðrar niðurstöður af almennri umfjöllun nefndarinnar

Lesa skýrsluna hér