Réttur til ríkisútvarps? Málþing um fjölmiðlun í almannaþágu.

Kynning2ReykjavíkurAkademían býður landsmönnum á málþing um fjölmiðlun í almannaþágu. Á síðasta málþingi í nóvember var sjónum beint að almennri stöðu fjölmiðlunar en nú einbeitum við okkur að almannafjölmiðlun á Íslandi.

Málþingið verður með óhefðbundnu sniði. Málshefjendur eru fjórir og þegar þeir hafa hver um sig lokið erindum sínum kemur álitsgjafi og spjallar við ræðumann. Gert er ráð fyrir því að dagskránni ljúki með fyrirspurnum og athugasemdum úr sal.

Málshefjendur eru: Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Elín Hirst, fjölmiðlakona; Friðrik Rafnsson, þýðandi og stjórnarmaður RÚV; og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri.

Álitsgjafar eru: Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrv. alþingismaður; Hallgrímur Thorsteinsson, útvarpsmaður á RÚV; Ævar Kjartansson, útvarpsmaður og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður.

Sjá dagskrá hér